laugardagur, 3. nóvember 2018

Tíðarfar í október 2018

Stutt yfirlit

2.11.2018

Október var fremur svalur, hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Tíð var þó nokkuð hagstæð. Úrkoma var víðast hvar yfir meðallagi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í október var 3,9 stig og er það -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig, 0,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,6 stig og 4,9 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöðmeðalhiti °Cvik 1961-1990 °Cröðafvik 2008-2017 °C
Reykjavík3,9-0,595148-1,3
Stykkishólmur3,6-0,2102173-1,3
Bolungarvík2,9-0,678121-1,4
Grímsey3,50,564145-0,9
Akureyri3,30,366 til 67138-0,5
Egilsstaðir3,90,82264-0,4
Dalatangi5,30,83381-0,3
Teigarhorn4,90,553146-0,5
Höfn í Hornaf.4,9


-0,6
Stórhöfði4,7-0,385142-1,0
Hveravellir-1,4-0,23654-1,1
Árnes2,9-0,689 til 90139-1,2
Meðalhiti og vik (°C) í september 2018
Hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu (sjá mynd). Að tiltölu var hlýrra á norðaustanverðu landinu þar sem neikvæð hitavik miðað við síðustu tíu ár voru hvað minnst en kaldara suðvestanlands. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var minnst -0,2 stig í Seley en mest á Skálafelli, -1,8 stig.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í október miðað við síðustu tíu ár.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 5,7 stig en lægstur -2,7 stig á Þverfjalli. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, 0,1 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 17,7 stig í Skaftafelli þ. 11. Mesta frost í mánuðinum mældist -16,4 stig á Setri þ. 6. Í byggð mældist mesta frostið -11,1 stig í Möðrudal þ. 6.

Úrkoma

Úrkoma í október var víðast hvar yfir meðallagi.
Í Reykjavík mældist úrkoman 113,9 mm sem er rúmlega 30% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 75,6 mm, 30% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 77,0 mm og 266,1 mm á Höfn.
Dagar sem úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 21, sex fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 12 daga mánaðarins, 1 fleiri en í meðalári.
Alhvítt var 2 morgna á Akureyri en í Reykjavík var alautt allan mánuðinn.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 85,0 sem rétt rúmlega yfir meðallagi í október. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 38,7 sem er um 13 stundum færri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var um 0,1 m/s undir meðallagi. Hvassast var á landinu þ. 4. (norðaustanátt), dagana 20. til 21. (suðvestanátt) og þ. 28. (sunnanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 998,5 hPa og er það 3,8 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1046,0 hPa á Gjögurflugvelli þ. 27. Það er hæsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu í októbermánuði. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 969,4 hPa á Höfn í Hornafirði þ. 13.  

Fyrstu tíu mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu mánuði ársins var 5,5 stig, sem er 0,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 50. til 51. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 5,3 stig sem er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en jafnt meðaltali síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 19. sæti á lista 138 ára.
Úrkoman í Reykjavík hefur mælst 866,0 mm og er það um 35 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 510,3 mm sem er einnig um 35% umfram meðallag.

Skjöl fyrir október

Tíðarfar í október 2018


Tíðarfar í október 2018

Stutt yfirlit

2.11.2018

Október var fremur svalur, hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Tíð var þó nokkuð hagstæð. Úrkoma var víðast hvar yfir meðallagi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í október var 3,9 stig og er það -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig, 0,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,6 stig og 4,9 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 3,9 -0,5 95 148 -1,3
Stykkishólmur 3,6 -0,2 102 173 -1,3
Bolungarvík 2,9 -0,6 78 121 -1,4
Grímsey 3,5 0,5 64 145 -0,9
Akureyri 3,3 0,3 66 til 67 138 -0,5
Egilsstaðir 3,9 0,8 22 64 -0,4
Dalatangi 5,3 0,8 33 81 -0,3
Teigarhorn 4,9 0,5 53 146 -0,5
Höfn í Hornaf. 4,9


-0,6
Stórhöfði 4,7 -0,3 85 142 -1,0
Hveravellir -1,4 -0,2 36 54 -1,1
Árnes 2,9 -0,6 89 til 90 139 -1,2
Meðalhiti og vik (°C) í september 2018
Hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu (sjá mynd). Að tiltölu var hlýrra á norðaustanverðu landinu þar sem neikvæð hitavik miðað við síðustu tíu ár voru hvað minnst en kaldara suðvestanlands. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var minnst -0,2 stig í Seley en mest á Skálafelli, -1,8 stig.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í október miðað við síðustu tíu ár.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 5,7 stig en lægstur -2,7 stig á Þverfjalli. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, 0,1 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 17,7 stig í Skaftafelli þ. 11. Mesta frost í mánuðinum mældist -16,4 stig á Setri þ. 6. Í byggð mældist mesta frostið -11,1 stig í Möðrudal þ. 6.

Úrkoma

Úrkoma í október var víðast hvar yfir meðallagi.
Í Reykjavík mældist úrkoman 113,9 mm sem er rúmlega 30% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 75,6 mm, 30% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 77,0 mm og 266,1 mm á Höfn.
Dagar sem úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 21, sex fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 12 daga mánaðarins, 1 fleiri en í meðalári.
Alhvítt var 2 morgna á Akureyri en í Reykjavík var alautt allan mánuðinn.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 85,0 sem rétt rúmlega yfir meðallagi í október. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 38,7 sem er um 13 stundum færri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var um 0,1 m/s undir meðallagi. Hvassast var á landinu þ. 4. (norðaustanátt), dagana 20. til 21. (suðvestanátt) og þ. 28. (sunnanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 998,5 hPa og er það 3,8 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1046,0 hPa á Gjögurflugvelli þ. 27. Það er hæsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu í októbermánuði. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 969,4 hPa á Höfn í Hornafirði þ. 13.

Fyrstu tíu mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu mánuði ársins var 5,5 stig, sem er 0,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 50. til 51. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 5,3 stig sem er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en jafnt meðaltali síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 19. sæti á lista 138 ára.
Úrkoman í Reykjavík hefur mælst 866,0 mm og er það um 35 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 510,3 mm sem er einnig um 35% umfram meðallag.

Skjöl fyrir október

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í október 2018 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.
 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-oktober-2018

þriðjudagur, 2. október 2018

Tíðarfar í september 2018

Tíðarfar í september 2018

Stutt yfirlit

2.10.2018

September var fremur kaldur á landinu öllu. Hiti var vel undir meðallagi síðustu tíu ára en nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Norðanáttir voru tíðar um miðjan mánuðinn með bjartviðri suðvestanlands en úrkomu á Norðausturlandi. 

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í september var 7,1 stig, og er það -0,2 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 7,0 stig, 0,6 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 7,0 stig og 7,8 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 7,1 -0,2 100 148 -1,7
Stykkishólmur 7,0 0,2 104 til 105 173 -1,6
Bolungarvík 5,9 -0,2 88 121 -2,1
Grímsey 6,0 0,7 66 145 -1,6
Akureyri 7,0 0,6 72 138 -1,6
Egilsstaðir 6,9 0,7 34 64 -1,6
Dalatangi 7,4 0,8 38 til 39 81 -1,2
Teigarhorn 7,5 0,6 64 til 65 146 -1,2
Höfn í Hornaf. 7,8


-1,2
Stórhöfði 7,4 0,0 91 til 92 142 -1,4
Hveravellir 2,3 -0,1 37 54 -1,9
Árnes 6,6 -0,3 96 139 -1,6
Meðalhiti og vik (°C) í september 2018
Hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu (sjá mynd). Að tiltölu var var hlýjast á Austfjörðum þar sem neikvæð hitavik miðað við síðustu tíu ár voru hvað minnst. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var minnst -0,7 stig á Seley en mest við Siglufjarðarveg, -2,4 stig.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í september 2018 miðað við síðustu tíu ár. 
Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Steinum undir Eyjafjöllum 8,3 stig en lægstur 0,5 stig á Ásgarðsfjalli í Kellingafjöllum. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, 4,0 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 19,6 stig á Mánárbakka þ. 7. Mesta frost í mánuðinum mældist -12,8 stig á Brúarjökli þ. 23 sem er nýtt dægurlágmarksmet fyrir landið. Í byggð mældist mesta frostið -8.7 stig á Þingvöllum þ. 23 og er það mesta frost sem mælst hefur þar í september. Allmörg önnur september lágmarksmet féllu þ. 23. Til að mynda á Ásgarði, Súðavík, Siglunesi, Ögri, Ísafirði, Kjalarnesi og í Bolungarvík.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 75,4 mm sem er um 13% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 54,7 mm og er það 40% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 45,0 mm og 138,2 mm á Höfn í Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 15, 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 13 daga mánaðarins, 5 fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 164,3 sem er 40 fleiri en að meðallagi í september. Á Akureyri mældust 104,2 sólskinsstundir, 19 fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var í meðallagi. Norðlægar áttir voru tíðari en suðlægar áttir, þá sér í lagi um miðjan mánuðinn. Austlægar áttir voru ríkjandi fyrri hluta mánaðar en vestlægar áttir seinni hlutann. Norðanhvassviðri var dagana 19. til 21.september sem olli vetrarfærð á fjallvegum norðanlands.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,6 hPa og er það 0,9 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1023,9 hPa á Gjögurflugvelli þ. 5. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 982,5 hPa í Surtsey þ. 16.

Sumarið (júní til september)

Sumarið var fremur svalt, sér í lagi suðvestanlands. Fyrrihluti sumarsins var sérlega sólarlítill um landið sunnan- og vestanvert, en hlýr norðaustan og austanlands. Síðari hlutinn var hins vegar fremur svalur, bjart um landið suðvestanvert en þungbúnara og úrkomusamara á Norðuausturlandi.
Meðalhitinn í Reykjavík 9,2 stig sem er jafnt meðatali áranna 1961 til 1990 en -1,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sumarið í Reykjavík hefur ekki verið eins kalt síðan árið 1992. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 9,7 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára.
Úrkoma í Reykjavík mældist 274,2 mm í sumar sem er 20% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 215,1 mm sem er 60% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm voru 56 í Reykjavík, 11 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 48 daga í sumar, 19 fleiri en í meðalári og hafa aldrei verið fleiri.
Í Reykjavík mældust 509 sólskinsstundir í sumar, 103 stundum færri en að meðaltali 1961 til 1990 og 186 stundum færri en að meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar í sumar 536 og er það 20 færri en að meðaltali 1961 til 1990 og 45 færri en að meðaltali síðustu tíu ára.

Fyrstu níu mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 9 mánuði ársins var 5,6 stig, sem er 0,5 stigum ofan meðallags áranna 1960 til 1990, en -0,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 46. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 5,5 stig, sem er 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en jafnt meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 16. til 17. sæti á lista 138 ára.
Úrkoman í Reykjavík hefur mælst 752,1 mm og er það um 35% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 434,7 mm sem er einnig 35% umfram meðallags.

Skjöl fyrir september

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í september 2018 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.


https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-september-2018

mánudagur, 3. september 2018

Tíðarfar í ágúst 2018

Tíðarfar í ágúst 2018

Stutt yfirlit

3.9.2018

Ágúst var fremur svalur mánuður. Hiti var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en nær allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára, einna síst austanlands. Úrkoma var meiri en í meðallagi norðan- og austanlands en fremur sólríkt var á vesturhluta landsins.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í ágúst var 10,4 stig, 0,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 9,6 stig, -0,3 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990, og -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,7 stig og 10,2 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 10,4 0,1 74 148 -0,9
Stykkishólmur 9,7 0,1 84 til 86 173 -1,0
Bolungarvík 9,1 0,4 64 til 65 121 -0,7
Grímsey




Akureyri 9,6 -0,3 81 138 -1,2
Egilsstaðir




Dalatangi 9,1 0,8 26 81 -0,1
Teigarhorn 9,4 0,6 44 til 45 146 -0,3
Höfn í Hornaf. 10,2


-0,6
Stórhöfði 9,7 0,1 90 142 -1,0
Hveravellir 6,2 0,0 36 54 -1,1
Árnes 10,4 0,2 66 139 -0,7
Meðalhiti og vik (°C) í ágúst 2018
Ágúst var í svalara lagi á landinu öllu. Hitavik sjálfvirkra stöðva miðað við síðustu tíu ár voru að mestu neikvæð. Að tiltölu var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Norðurlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,2 stig á Seley, en neikvætt hitavik var mest -1,6 stig á Gjögurflugvelli. 
Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Lómagnúp 11,1 stig en lægstur 2,4 stig á Brúarjökli. Í byggð var meðalhitinn lægstur 7,3 stig á Gjögurflugvelli.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 20,8 stig á Reykjum í Fnjóskadal þ. 12. Mesta frost í mánuðinum mældist -5,9 stig á Brúarjökli þ. 30. Í byggð mældist mesta frostið -4,5 stig á Torfum þ. 30.

Úrkoma

Úrkoma var undir meðallagi á vestanverðu landinu en yfir meðallagi norðan- og austanlands.
Úrkoma í Reykjavík mældist 48,1 mm sem er um 78% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 53,3 mm og er það 56% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 25,1 mm og 91,0 mm á Höfn.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 10 í Reykjavík, 2 færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 12 daga mánaðarins, 5 fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 185, sem er 30 fleiri en að meðallagi í ágúst. Á Akureyri mældust 117 sólskinsstundir, 19 færri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var um 0,2 m/s undir meðallagi. Austanáttir voru ríkjandi og norðanáttir voru algengari en þær suðlægu. Skýstrókar ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri þ. 24.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,6 hPa og er það 4,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1016,2 hPa í Grímsey þ. 4. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 985,9 hPa í Surtsey þ. 17.

Sumarið það sem af er (júní til ágúst)

Sumarið var hlýtt á Austurlandi. Á sunnan- og vestanverðu landinu var fremur svalt og sérlega sólarlítið. Heildarúrkoma og úrkomudagafjöldi var vel yfir meðallagi á Norðurlandi.
Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990 en -1,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þessir þrír mánuðir hafa ekki verið eins kaldir í Reykjavík síðan árið 1993. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna þriggja 10,6 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,1 stigi undir meðalhita síðustu tíu ára.
Úrkoma í Reykjavík mældist 198,8 mm sem er 20% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 160,4 mm sem er 68 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 9 fleiri en í meðalári í Reykjavík og 14 fleiri á Akureyri.
Sólskinsstundir mældust 345 í Reykjavík, 140 færri en að meðaltali 1961 til 1990 og um 235 stundum færri en síðustu tíu ár. Mánuðirnir þrír hafa ekki verið eins sólarlitlir í Reykjavík síðan árið 1984. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 431 sem er 39 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 55 stundum færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára.

Fyrstu átta mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins var 5,5 stig, sem er 0,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 40.sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 5,3 stig, sem er 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 14. sæti á lista 138 ára.
Úrkoma hefur verið 37% umfram meðallag í Reykjavík og 33% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir ágúst

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í ágúst 2018 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.




laugardagur, 3. febrúar 2018

Tíðarfar í janúar 2018

Tíðarfar í janúar 2018

Stutt yfirlit

2.2.2018
Veður var umhleypingasamt en tíð var þó nokkuð hagstæð miðað við árstíma. Hiti var víðast hvar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára. Hálka þótti mikil og þrálát.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist -0,2 stig, 0,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -1,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,3 stig, 0,8 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 en -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,7 stig og 1,2 stig á Höfn í Hornafirði.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík -0,2 0,3 74 148 -1,5
Stykkishólmur -0,7 0,6 80 173 -1,5
Bolungarvík 0,0 1,1 42 121 -0,6
Grímsey 0,6 1,8 33 145 -0,6
Akureyri -1,3 0,8 62 til 63 138 -1,2
Egilsstaðir -1,2 1,3 27 64 -0,9
Dalatangi 1,5 1,2 32 80 -0,7
Teigarhorn 1,0 1,2 47 til 50 146 -0,5
Höfn í Hornaf. 1,2


-0,5
Stórhöfði 1,7 0,4 63 142 -1,0
Hveravellir -6,1 0,5 29 54 -1,8
Árnes -1,6 0,5 63 til 64 139 -1,4
Meðalhiti og vik(°C) í janúar 2018
Hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu, en yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Að tiltölu var hlýjast á Austurlandi þar sem neikvæð hitavik miðað við síðust tíu ár voru hvað minnst. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var minnst -0,4 stig á Fáskrúðsfirði Ljósalandi en mest á flugvellinum á Sauðárkróki, -2,7 stig.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,8 stig. Lægstur var hann í Sandbúðum -6,9 stig. Lægsti meðalhiti í byggð var í Möðrudal, -5,0 stig.
Mest frost í mánuðinum mældist -25,6 stig bæði í Svartárkoti og við Mývatn þ. 21. Hæsti hiti mánaðarins mældist 12,5 stig á Skjaldþingsstöðum þ. 12.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 106,8 mm og er það 40 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990 og 14 % umfram meðallag síðustu tíu ára. Á Akureyri mældist úrkoma í janúar 54,2 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990 og um 95 % af heildarúrkomu síðustu tíu ára. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 84,7 mm og 155,5 mm á Höfn í Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 16 í Reykjavík, 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 14 daga mánaðarins, 3 fleiri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 14 sem er jafnt meðaltalinu 1971 til 2000. Alhvítt var 29 daga á Akureyri, það er 7 dögum meira en í meðaljanúar.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 37,0 sem er 10 stundum fleiri en í meðallagi í janúar. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 8,3 sem er 1,8 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindhraði á landsvísu var í meðallagi. Hvassast var á landinu þ. 9. (suðaustan átt), þ. 14. (suðvestan átt) og dagana 22. til 24. (norðaustan átt). Færð spilltist víða þessa daga.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 993,3 hPa sem er 7,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 tiltt 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1027,4 á Egilsstaðaflugvelli þ. 5. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 944,4 hPa á Rauðanúpi þ.14.

Skjöl fyrir janúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í janúar 2018 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.

http://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-januar-2018