fimmtudagur, 1. desember 2016

Vestmannaeyjarveðuryfirlit novembers 2016: Þessi færsla er í vinnslu, og uppfærist vonandi reglulega á næstunni.

Hæsti  hiti í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði       8,9°C (kl XX. þann xx.)
Vestm.bær     9,3°C (
Surtsey          7,9°C (

Lægsti hit í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði     -2,6°C
Vestm.bær    -2,6°C
Surtsey          0,1°C

Meðaltalshiti í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði      4,04°C
Vestm.bær    4,53°C
Surtsey         5,16°C

Meðaltalshiti hámarks í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði     ???? Gögn fæst ekki opinbert á vef V.Í /Veður.is.
Vestm.bær   ????
Surtsey        ????

Meðaltalshiti lágmarks í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði     ????  Gögn fæst ekki opinbert á vef V.Í /Veður.is.
Vestm.bær    ????
Surtsey         ????
-----------------------------------------------------------------------------
Topp mestu 10. mín. meðalvindhraði í Vestm. nóvember 2016:
Stórhöfði

  1.   27,0 m/s. (kl.xx. þann xx.)
  2.   27,0
  3.   27,0
  4.   26,6
  5.   25,8 
Vestm.bær

  1.   x

Surtsey
  1.  x
Topp mestu vindhviður í Vestm. nóvember 2016:
Stórhöfði
  1.    39,7 m/s,
Vestm.bær
  1.    x
Surtsey
  1.   x
Meðaltalsvindhraði í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði     ???? Gögn fæst ekki opinbert á vef V.Í /Veður.is.
Vestm.bær    ????
Surtsey         ????

---------------------------------------------------------------------------
Hæsti loftþrýstingur í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði    XXX hpa. 
92 ára saga loftþrysingsmælinga á Stórhöfða var hætt af óskiljanlegum ástæðum 1.maí 2013.
Vestm.bær 1036,6 hpa. kl.09 og 10. þann 1.
Surtsey

Lægsti loftþrýstingur í Vestmannaeyjum nóvember 2016:

Stórhöfði    XXX hpa. 
92 ára saga loftþrysingsmælinga á Stórhöfða var hætt af óskiljanlegum ástæðum 1.maí 2013.
Vestm.bær 973,5 hpa. kl. xx. þann xx.
Surtsey      974,1 hpa. kl. xx. þann xx.

Meðaltalsloftþrýstingur í Vesmannaeyjumnóvember 2016:
Stórhöfði     XXX hpa. 
92 ára saga loftþrysingsmælinga á Stórhöfða var hætt af óskiljanlegum ástæðum 1.maí 2013.
Vestm.bær   ????  Gögn fæst ekki opinbert á vef V.Í /Veður.is
Surtsey       ????

----------------------------------------------------------------------------
Úrkoma í Vestmannaeyjum nóvember 2016:
Stórhöfði    247,3 mm. (6. mesta nóvemberúrkoma á Stórhöfða,1921-2016.)
Vestm.bær  198,8 mm.
Surtsey       123,0 mm.

Staða á ársúrkomu í Vestmannaeyjum lok nóvembers 2016:
Stórhöfði      ?
Vegna bilunar í úrkomuælinum á Stórhöfða í janúar og febrúar, þá nota ég í staðinn úrkomuna í Vestm.bæ þessa 2 mánuði. Og því getur árskoman á Stórhöfða fyrir árið 2016 aldrei verið staðreynd, heldur bara ágiskun þökk sé skemmdarverkum V.í. á 95 ára gamla veðurstöðina á Stórhöfða. Eða þá veðurathuganir í Vestmannaeyjum í 140 ár.
Vestm.bær   ?
Surtsey        ?

---------------------------------------------------------------------------

Tíðarfar í nóvember 2016

Tíðarfar í nóvember 2016

Stutt yfirlit

1.12.2016
Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,5 stig og er það 2,4 stigum ofan meðalhita áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.  Á Akureyri var meðalhitinn 3,0 stig, 3,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,7 stig og 3,4 á Höfn í Hornafirði.  
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöðm.hiti °Cvik 1961-1990 °Cröðafvik 2006-2015 °C
Reykjavík3,52,4171460,9
Stykkishólmur3,72,891711,7
Bolungarvík3,22,4141192,0
Grímsey4,03,531432,3
Akureyri3,03,3111352,2
Egilsstaðir2,12,88621,4
Dalatangi4,72,78781,4
Teigarhorn3,32,0251440,6
Höfn í Hornaf.3,40,6
Stórhöfði4,01,6241400,3
Hveravellir -1,83,08520,0
Árnes1,82,1221370,7
Meðalhiti og vik (°C) í nóvember 2016
Að tiltölu var hlýjast norðaustanlands, 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Svartárkoti. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var í meðallagi síðustu tíu ára.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 5,2 stig. Lægstur var meðalhitinn í Sandbúðum, -3,1 stig. Á Dyngjujökli var meðalhitinn  -8,1 stig, en ekki er um staðalmæliaðstæður að ræða þar. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -0,8 stig.
Mest frost í mánuðinum mældist -19,9 stig á Dyngjujökli þann 20, og -18,6 á Brúarjökli þann 22. Mest frost í byggð mældist -13,7 stig á Húsafelli þann 21. Mesta frost á mannaðri stöð mældist í Stafholtsey þann 22., -13,2 stig.  Hæsti hiti mánaðarins mældist 20,1 stig á Dalatanga þann 24. Hámark á mönnuðu stöðinni þar mældist 19,1 stig.
Hámarkið á Dalatanga þann 24. er nýtt landsdægurhámark, 17,9 stig, hámark þess 25. á Dalatanga er einnig nýtt landsdægurhámark.   

Úrkoma

Úrkoma var víða mjög mikil um landið sunnanvert, á fáeinum stöðvum meiri en áður er vitað um í nóvember – þar á meðal á Vatnsskarðshólum og Nesjavöllum.  Á nokkrum stöðvum norðaustan- og austanlands var úrkoma undir meðallagi, en ekki mikið.
Úrkoman í Reykjavík mældist 127,4 mm, sjónarmun minni en í nóvember í fyrra en þá mældist hún 129,0 mm. Þetta er 75 prósent umfram meðallag en þó langt frá nóvembermetinu 1993, en þá mældist úrkoman í Reykjavík 259.7 mm.  Á Akureyri mældist úrkoman nú 94,4 mm, einnig rúm 70 prósent umfram meðallag og það mesta í nóvember síðan 2012.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 17, fjórum fleiri en í meðalári, Á Akureyri mældist úrkoma 1 mm eða meiri 11 daga og er það í meðallagi.  

Snjór

Alhvítt var tvo morgna í Reykjavík, fimm færri en að meðaltali 1971 til 2000, en einum færri en að meðaltali síðustu tíu ár. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 7, 11 færri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 18,1 um helmingur meðaltals. Sólskinsstundir eru aldrei margar í skammdeginu, en hafa þó ekki verið færri í nóvember er nú síðan 1993. Fæstar voru sólskinsstundirnar í nóvember í Reykjavík 1956, aðeins 4,6. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 15, og er það í meðallagi.

Vindur

Vindhraði var í meðallagi áranna 1961 til 1990, en lítillega undir meðallagi síðustu tíu ára. Vestanátt var talsvert algengari en verið hefur undanfarna mánuði og var ríkjandi í 15 daga.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist  1005,1 hPa og er það 1,0 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist þrýstingurinn 1034,1 hPa á Húsafelli þann 1., en lægstur 967,1 hPa á Gufuskálum þann 15.
Mjóifjörður
Mjóifjörður. Ljósmynd: Vilhjálmur S. Þorvaldsson.

Haustið (október og nóvember)

Haustið hefur verið sérlega hlýtt á landinu, það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Talsvert hlýrra var 1945, en 1941 var hiti aðeins sjónarmun lægri en nú. Á Akureyri er haustið hins vegar það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Meðalhiti var 5,2 stig. Næsthlýjast var 1920 (nokkuð óáreiðanlegar mælingar) 4,6 stig og einnig 4,6 stig 1945 (áreiðanlegar mælingar).
Mjög úrkomusamt hefur verið í haust. Samanlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri en nú, 334,3 mm, en var þó nánast sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8 mm). Úrkoma þessara mánaða mældist 383 mm á Vífilsstöðum 1912. Október var í þurrara lagi á Akureyri þannig að þrátt fyrir úrkomusaman nóvember þar er ekki um nein met að ræða.
Sólskinsstundir hafa ekki mælst jafnfáar að hausti í Reykjavík síðan 1945, en voru ámótafáar 1956.

Fyrstu 11  mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins er  6,2 stig og hafa þeir aðeins sex sinnum verið hlýrri frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Á Akureyri er meðalhiti þessara mánaða 5,1 stig og hefur sex sinnum verið hærri en nú (og tvisvar jafnhár að auki).
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 787 mm og er það tæp 10 prósent umfram meðallag. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 548 mm og er það um 25 prósent umfram meðallag en hefur alloft verið meiri á sama tíma.

fimmtudagur, 24. nóvember 2016

Úrkoma í Vestmannaeyjum í nóvember 2016

Úrkoma í Vestmannaeyjum í nóvember 2016:
Stórhöfði 212,,4 mm. kl. 18 þann 24. 
("11. mesta nóv.úrkoma á Stórhöfða 1949-2013 og 2016).

Vestm.bær 168,7 mm. kl. 18 þann 24.



---------------------------------------------------------------
Mesta nóvember-úrkoma á Stórhöfða 1924-1948:
1.-


Mesta nóvember-úrkoma á Stórhöfða 1949-2013:

  1. 443,8 mm.














Mesta nóvember-úrkoma á Stórhöfða 2013-      :
1.- ???????????????????????????

miðvikudagur, 2. nóvember 2016

Tíðarfar í október 2016

Tíðarfar í október 2016

Stutt yfirlit

1.11.2016
Októbermánuður var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Tíð var mjög hagstæð um mestallt land, en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi. Á nokkrum stöðvum var þetta úrkomusamasti októbermánuður sem vitað er um. Mánuðurinn var alveg frostlaus víða við strendur landsins og telst það óvenjulegt.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist 7,8 stig, 3,4 stigum ofan meðallags árannna 1961 til 1990, en 3,0 yfir meðallagi síðustu tíu októbermánaða. Þetta er næsthlýjasti október sem vitað er um í Reykjavík, lítillega hlýrra var 1915, en munurinn í raun ómarktækur. Á Akureyri var meðalhitinn 7,5 stig, 4,5 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 4,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.  Þetta er einnig næsthlýjasti október á Akureyri, heldur hlýrra var í október 1946. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 7,9 stig, sá hæsti nokkru sinni í október, mælingar í október ná aftur til ársins 1846. Á Höfn í Hornafirði var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöðm.hiti °Cvik 1961-1990 °Cröðafvik 2006-2015 °C
Reykjavík7,83,421463,0
Stykkishólmur7,94,011713,5
Bolungarvík8,04,411194,4
Grímsey7,64,611433,8
Akureyri7,54,521354,2
Egilsstaðir8,45,31624,7
Dalatangi8,33,81783,1
Teigarhorn7,93,411442,8
Höfn í Hornaf.8,12,9
Stórhöfði7,62,631402,1
Hveravellir 3,44,61524,2
Árnes6,93,441373,1
Meðalhiti og vik (°C) í október 2016
Að tiltölu var hlýjast inn til landsins um landið norðan- og austanvert, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest á Nautabúi í Skagafirði, við Upptyppinga, Mývatn og í Möðrudal. Á þessum stöðvum var hiti +4,8 stigum ofan meðallags. Kaldast að tiltölu var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Garðskagavita þar sem hiti var +2,1 stigi ofan meðallagsins.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Seyðisfirði og í Neskaupstað, 8,9 stig. Þetta er hæsti staðfesti mánaðarmeðalhiti í október á íslenskum veðurstöðvum.  Lægstur var meðalhitinn á Brúarjökli og á Skálafelli 2,1 stig. Á Dyngjujökli var meðalhitinn -3,6 stig, en ekki er um staðalmæliastæður að ræða þar. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, 5,0 stig.  
Mest frost í mánuðinum mældist -7,7 stig við Setur þann 28. Sama dag mældist frostið á Dyngjujökli -11,8 stig. Mest frost í byggð mældist -6,4 stig á Grímsstöðum á Fjöllum þann 29. Sama dag mældist þar einnig mest frost á mannaðri stöð, -6,2 stig. Sjaldgæft er að lægsta lágmark októbermánaðar sé svo hátt, og þarf að fara allt aftur til gisinna athugana snemma á 20. öld til að finna hærri tölur, síðast í hinum ofurhlýja októbermánuði 1915. Í þeim samanburði þarf að hafa sterklega í huga að lágmarksmælingar voru óvíða gerðar. Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,2 stig á Skjaldþingsstöðum þann 6. Ekkert óvenjulegt er við þá tölu. 
Á Þingvöllum. Hrafnabjörg í augsýn. Ljósmynd: Vilhjálmur Smári Þorvaldsson.

Úrkoma

Úrkoma var óvenjumikil um landið sunnan- og vestanvert og á allmörgum stöðvum meiri en áður er vitað um í októbermánuði. Aftur á móti var hún í minna lagi víða norðaustan og austanlands – og á nokkrum stöðvum sú minnsta sem um er getið í október.
Úrkoman í Reykjavík mældist 206,9 mm, það langmesta sem vitað er um í október og ríflega tvöföld meðalúrkoma, næstmest mældist 1936, 180,8 mm. Úrkoma hefur aðeins þrisvar sinnum mælst meiri í einum mánuði í Reykjavík. Það var í nóvember 1993 (259,7 mm), febrúar 1921 (242,3 mm) og í nóvember 1958 (212,1 mm). Auk þess mældust 291 mm í janúar 1842 – en nokkur óvissa er um þær mælingar. Á Akureyri mældist úrkoma nú 19,6 mm, þriðjungur meðalúrkomu og minnsta úrkoma í október síðan 1993, en þá mældist úrkoma í október aðeins 4,0 mm á Akureyri.
Úrkoma í Stykkshólmi mældist 161,4 mm og hefur ekki verið meiri í október síðan 2007.
Úrkoma í mánuðinum mældist 945,4 mm á Nesjavöllum í Grafningi (óstaðfest). Ef rétt reynist er þetta mesta úrkoma sem nokkru sinni hefur mælst á veðurstöð í október hér á landi og sú næstmesta sem mælst hefur í einum mánuði. Í nóvember 2002 mældust 971,5 mm á Kollaleiru við Reyðarfjörð.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 23, átta fleiri en í meðalári, en voru 26 í október 2007. Aðeins voru þrír dagar alveg þurrir í mánuðinum í Reykjavík. Á Akureyri mældist úrkoma 1 mm eða meiri fimm daga mánaðarins, sex færri en í meðalmánuði og 21 í Stykkishólmi, átta fleiri en í meðalári.
Alautt var á athugunartíma allan mánuðinn bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 40,3 eða 43 færri en í meðaloktóber áranna 1961 til 1990 og 56 færri en að meðaltali síðustu tíu ár. Sólskinsstundir hafa ekki mælst svo fáar í október síðan 1969. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 58,5, 7 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990 og tíu fleiri en að meðaltali í október síðustu tíu ár.

Vindur

Vindhraði var nærri meðallagi, en óvenjuhægviðrasamt hefur verið í október undanfarin ár og meðalvindhraði nú sá mesti í mánuðinum síðan 2011. Eindregin sunnanátt ríkti nær allan mánuðinn, aðeins þrjá daga að vindur varð norðlægur. Austlægar áttir voru sömuleiðis mun algengari en vestlægar, átta daga reiknast vindátt þó vestlæg.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1007,8 hPa, sem er 5,5 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er í hærra lagi, en telst þó ekki óvenjulegt. Hæstur mældist þrýstingurinn 1033,0 hPa á Keflavíkurflugvelli þann 31., en lægstur í Grindavík þann 26., 969,9 hPa.

Fyrstu tíu mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu mánuði ársins er 6,5 stig og er það sjötta til sjöundahæsta meðaltal sömu mánaða frá 1871 að telja, hæst var meðaltal sömu mánaða 2003 og 2010, 7,0 stig. Á Akureyri er meðalhiti þessara mánaða 5,3 stig og er í 17. til 18. sæti á lista sem nær aftur til 1882.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 660 mm og er mjög nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoma á Akureyri hefur verið um fimmtung ofan meðallags það sem af er ári, en var þó nokkuð meiri á sama tíma 2014.

Skjöl fyrir október



mánudagur, 3. október 2016

1) Hiti í Vestmanneyjum íseptember 2016:

Meðaltalshiti í Vestmannaeyjum í september  2016:

Stórhöfði:  8,8°C
27 "hlýjasti" september af 140 árum í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjarbær:

Surtsey:

Meðaltalshámarkshiti í  Vestmannaeyjum í September 2016:

Stórhöfði:

Vestmannaeyjarbær:

Surtsey:

Meðaltalslágmarkshiti í  Vestmannaeyjum í September 2016:

Stórhöfði:

Vestmannaeyjarbær:

Surtsey:

Hæsti hiti í Vestmannaeyjum í september  2016:

Stórhöfði:

Vestmannaeyjarbær:

Surtsey:

Lægsti hiti í Vestmannaeyjum í september  2016:

Stórhöfði:

Vestmannaeyjarbær

Surtsey:

Tíðarfar í september 2016

Tíðarfar í september 2016




2.10.2016
Úrkomusamt var víða norðaustan- og austanlands og sömuleiðis norðantil á Vestfjörðum en að öðru leyti var tíð talin hagstæð. Óvenjuhægviðrasamt var lengst af. Nokkrar frostnætur komu inn til landsins en víðast hvar var alveg frostlaust allan mánuðinn og ber óskemmd til mánaðamóta. Uppskera úr görðum var víðast góð.  

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist 8,7 stig, 1,3 stigum ofan meðallags árannna 1961 til 1990, en -0,2 undir meðallagi síðustu tíu septembermánaða. Á Akureyri var meðalhitinn 7,9 stig, 1,6 stigum ofan meðallags 1961 til 1990, en -0,4 undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 8,5 stig og 9,4 á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöðmhiti °Cvik 1961 til1990röðafvik 2006 til 2015
Reykjavík8,71,341146-0,2
Stykkishólmur8,51,8271710,2
Bolungarvík7,71,6341190,0
Grímsey7,92,6141430,7
Akureyri7,91,642135-0,4
Egilsstaðir8,22,112620,1
Dalatangi8,72,111 til 12780,4
Teigarhorn8,81,9171440,3
Höfn í Hornafirði9,40,7
Stórhöfði8,81,4271400,0
Hveravellir 4,01,61751-0,1
Árnes8,11,2401370,1
Meðalhiti og vik (°C) í september 2016
Að tiltölu var hlýjast á annesjum norðaustanlands, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest á Fonti á Langanesi, +0,9 stig, og +0,7 stig í Grímsey. Kaldast að tiltölu var á Brúarjökli þar sem hiti var -1,3 stigum undir meðallagi (hugsanlega rangur mælir) en næstmest var neikvæða vikið á Torfum í Eyjafirði þar sem hiti var -0,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Sandfell í Öræfum og á Steinum undir Eyjafjöllum, 9,9 stig. Lægstur var meðalhitinn á Brúarjökli, 1,5 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, 5,7 stig. Mest frost í mánuðinum mældist -8,1 stig á Brúarjökli þann 2. Mest frost í byggð mældist -4,8 stig á Þingvöllum þann 27. Hæsti hiti mánaðarins mældist 19,3 stig í Ásbyrgi þann 4.
Mjög kalt var í veðri í upphafi mánaðarins. Dagana 1. til 3. voru sett ný landsdægurlágmarksmet á Brúarjökli en vegna ákveðinnar óvissu í mælingum þar verða þau að bíða endanlegrar staðfestingar. Líklega fá þau þó að standa.

Úrkoma

Úrkoma var yfir meðallagi áranna 1971 til 2000 á ríflega helmingi þeirra stöðva sem slíkt meðatal eiga og á fáeinum stöðvum var hún meiri en áður er vitað um þar. Það var í Bolungarvík (mælt frá 1994), í Hnífsdal (mælt frá 1995), á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi (1992), á Mýri í Bárðardal (1956), í Svartárkoti (1990), Desjarmýri (1998) og Hánefsstöðum í Seyðisfirði (2002).  Vestanlands var úrkomu nokkuð misskipt, t.d. virðist hafa verið minni úrkoma bæði á Augastöðum í Hálsasveit og Hænuvík utan Patreksfjarðar heldur en áður hefur mælst á þessum stöðvum.
Úrkoman í Reykjavík mældist 59,3 mm og er það um 10 prósent neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og minnsta úrkoma í september frá 2005. Á Akureyri mældist úrkoman í september 115,0 mm og er það nærri því þrefalt meðallag. Þetta er þriðja mesta septemberúrkoma sem vitað er um á Akureyri; hún mældist meiri 2012 og mest 1946. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 90,9 mm og er það 60 prósent umfram meðalag.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 14 í Reykjavík, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1 mm eða meiri 13 daga mánaðarins, fimm fleiri en í meðalmánuði. Í Stykkishólmi voru þeir dagar sem úrkoma mældist 1 mm eða meiri 12, einum fleiri en í meðalári.

Lyng að hausti
""
Lyng að hausti í Vatnsendahlíð, 30. september 2016. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 135,0 eða 10 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990 og 25 fleiri en í meðalseptember síðustu tíu ára. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 89,2 og er það 12 stundum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, 4 fleiri en í meðalári síðustu tíu ára.

Vindur

Veðrátta var óvenjuhægviðrasöm í september. Meðalvindhraði var um 0,8 m/s undir meðallagi síðustu 20 ára. Þarf að fara allt aftur til 2002 til að finna hægviðrasamari september en nú. Vestanáttadagar voru aðeins 5 en norðlægar og suðlægar áttir skiptust nokkuð á.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 997,0 hPa, sem er -8,5 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er óvenjulágt, var þó enn lægra í september 2011. Hæstur mældist þrýstingurinn 1016,6 hPa á Teigarhorni þann 14., en lægstur á Skjaldþingsstöðum þann 10., 973,6 hPa.

Sumarið (júní til september)

Sumarið var hlýtt. Meðalhiti í Reykjavík var 11,0 stig og hefur aðeins fjórum sinnum verið hærri frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Það var 2010, 1939, 1941 og 2003. Jafnhlýtt var 2008 og 1958. Í Stykkishólmi er sumrið það níundahlýjasta frá upphafi mælinga 1845. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 10,3 stig, þar eru 20 sumur hlýrri frá upphafi mælinga 1882.
Sumarið hefur verið í þurrara lagi suðvestanlands; í Reykjavík er úrkoman um 80 prósent af meðallagi. Enn þurrara var þar sumarið 2011, en síðan þarf að fara aftur til 1994 til að finna þurrara sumar. Úrkomudagafjöldi var hins vegar í meðallagi. Norðanlands hefur úrkoma víða verið allmikil, 70 prósent umfram meðallag á Akureyri og hefur sumarúrkoma aðeins þrisvar mælst meiri þar frá því að mælingar hófust, 1928. Það var 1946, 1950 og 2005.
Í Reykjavík mældust 699 sólskinsstundir; það er tæplega 87 stundum umfram meðallag sömu mánaða 1961 til 1990 en 12 fleiri en að meðaltali síðustu tíu ár. Á Akureyri mældust sólskinsstundir þessara þriggja mánaða 538 stundir og er það um 18 stundum færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára.
Á landsvísu var sumarið það hægviðrasamasta síðan 2002 og 2003 – en þá var vindur ámóta lítill og nú.

Fyrstu níu mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 9 mánuði ársins er 6,3 stig og er það fjórtánda- til átjándahæsta meðaltal sömu mánaða frá 1871 að telja. Á Akureyri er meðalhiti þessara mánaða 5,1 stig og er í 35. til 38. sæti á lista sem nær aftur til 1882.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 453 mm og er það um 20 prósent undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er með minna móti; var þó ámóta árið 2010. Úrkoma á Akureyri hefur verið um þriðjung ofan meðallags það sem af er ári en var þó meiri á sama tíma 2014. 

Skjöl fyrir september

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í september 2016 (textaskjal) - væntanlegt
Þessa grein, Tíðarfar í september 2016, verður einnig hægt að sækja eða lesa sem pdf. 

laugardagur, 3. september 2016

Meðaltalshiti í Vestmannaeyjum í ágúst 2016:
Stórhöfði 11,11°C (Hámarksmeðaltal: 12,69°C/lágmarksmeðaltal: 9,76°C)
Hæsti ágúst-meðaltalshiti á Stórhöfða1921-1948:
Hæsti ágúst-meðaltalshiti á Stórhöfða 1949-2016: 14,0°C árið 2003
Lægsti ágúst-meðaltalshiti á Stórhöfða 1921-1948:
Lægsti ágúst-meðaltalshiti á Stórhöfða 1949-2016: 9,4°C árið 1983
Vestmannaeyjabær 11,97°C
Surtsey 11,96°C
Hæsti hiti í Vestmannaeyjum í ágúst 2016:
Stórhöfði 16,6°C
Hæsti ágúst-hiti á Stórhöfða 1921-1948:
Hæsti ágúst-hiti á Stórhöfða 1949-2016: 20,3°C árið 2004
Vestmannaeyjabær 17,7°C
Surtsey 17,0°C
Básaskersbryggja
Lægst hiti í Vestmannaeyjum í ágúst 2016:
Stórhöfði 6,6°C
Lægsti ágúst-hiti á Stórhöfða 1921-1948:
Lægsti ágúst-hiti á Stórhöfða 1949-2016: 1,2°C árið 2009
Vestmannaeyjabær 6,9°C
Surtsey 8,4°C
Básaskersbryggja

prufa

-----
Úrkoma í Vestmannaeyjum ágúst 2016:
Stórhöfði 91,8 mm.
Mesta ágústúrkoma á Stórhöfða1921-1948:
Mesta ágústúrkoma á Stórhöfða 1949-2016:
Minnsta ágústúrkoma á Stórhöfða1921-1948:
Minnsta ágústúrkoma á Stórhöfða 1949-2016:
Vestm.bær 66,4 mm.
Surtsey   73,1 mm.