sunnudagur, 9. júní 2019

Tíðarfar í apríl 2019

Hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga á sex veðurstöðvum

3.5.2019

Óvenjulega hlýtt var á landinu öllu í apríl. Þetta var hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum. Suðaustlægar áttir voru ríkjandi. Þurrt og bjart var norðanlands en blautara syðra. Gróður tók vel við sér.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist 6,5 stig, 3,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 2,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 6,9 stig, 5,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 4,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,8 stig og 6,0 stig á Höfn í Hornafirði.
Mánuðurinn var hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum. Á landsvísu var mánuðurinn sá næsthlýjasti, hlýrra var í apríl 1974.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 6,5 3,6 1 149 2,8
Stykkishólmur 5,8 4,2 1 174 2,9
Bolungarvík 5,1 4,3 1 122 3,3
Grímsey 4,6 4,7 1 146 3,3
Akureyri 6,9 5,3 1 139 4,2
Egilsstaðir 5,5 4,3 2 65 3,3
Dalatangi 4,3 2,8 4 81 1,8
Teigarhorn 4,8 2,6 6 147 1,7
Höfn í Hornaf. 6,0


2,1
Stórhöfði 5,6 2,2 5 142 1,7
Hveravellir 1,5 4,8 1 55 3,7
Árnes 6,1 4,0 2 140 3,1
Meðalhiti og vik (°C) í apríl 2019
Óvenjulega hlýtt var á landinu öllu í apríl, mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á allmörgum stöðvum og hitamet slegin víða. Vikin voru mest á Norðurlandi en minni við suður- og austurströndina. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 4,5 stig við Mývatn en minnst 1,5 stig í Papey. 


Hitavik sjálfvirkra stöðva í apríl miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 7,2 stig við Sandfell í Öræfum en lægstur -1,2 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, 2,6 stig.
Mest frost í mánuðinum mældist -18,2 stig á Setri þ. 1. Mest frost í byggð mældist -15,5 stig í Möðrudal þ. 3.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 19,3 stig á Þingvöllum þ. 30. Fjöldi aprílhitameta féll á veðurstöðvum landsins, flest þ. 30. en að auki var sumardagurinn fyrsti sem var þ. 25., mjög hlýr. Nýtt aprílhitamet var m.a. sett í Reykjavík þann 30. þegar hitinn mældist 17,1 stig, sem er það hæsta síðan hitinn mældist 15,2 stig þ. 29.apríl 1942.

Úrkoma

Þurrt var norðanlands á meðan úrkomusamara var sunnantil á landinu.
Úrkoma í Reykjavík mældist 81,4 mm sem er 40 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman aðeins 7,5 mm sem er um 25% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Ekki hefur rignt eins lítið á Akureyri í aprílmánuði síðan árið 2000. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 45,7 mm og 161,2 mm á Höfn í Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 19, fimm fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 2 daga, 4 færri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar voru 3 í Reykjavík og er það jafnt meðallagi áranna 1971 til 2000. Aldrei varð alhvítt á Akureyri en þar eru að jafnaði 9 alhvítir dagar í apríl.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 116,4, sem er 23,7 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 168,5, sem er 38,8 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Suðaustlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Vindur á landsvísu var 0,1 m/s yfir meðallagi. Suðaustanhvassviðri gekk yfir landið dagana 12. og 13. og aftur þ. 16.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1011,0 hPa og er það 0,5 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1034,6 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ. 7. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 983,2 hPa í Straumsvík þ. 23.

Fyrstu fjórir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins var 2,3 stig sem er 1,5 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 14. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna fjögurra 1,2 stig. Það er 2,0 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 17. til 18. sæti á lista 139 ára. Úrkoma hefur verið 20% umfram meðallag í Reykjavík, en 15% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir apríl

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í apríl 2019 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.

 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-april-2019
 

Tíðarfar í febrúar 2019

Stutt yfirlit

1.3.2019

Mánuðurinn var mjög tvískiptur. Fyrri hluti mánaðarins var kaldur og þónokkur snjór var á landinu. Þurrt og bjart var suðvestanlands en úrkomusamara norðanlands. Mikil hlýindi einkenndu síðari hluta mánaðarins og snjóa leysti víðast hvar á láglendi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í febrúar var 1,0 stig og er það 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,1 stig, 0,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,1 stig og 1,5 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 1,0 0,7 46 149 -0,3
Stykkishólmur -0,1 0,6 57 174 -0,8
Bolungarvík -0,2 0,8 41 122 -0,5
Grímsey 0,2 1,2 36 146 -0,5
Akureyri -1,1 0,4 61 139 -0,9
Egilsstaðir -1,1 0,8 30 65 -0,9
Dalatangi 1,6 1,0 25 til 26 81 -0,5
Teigarhorn 1,5 1,3 36 147 -0,1
Höfn í Hornaf. 1,5


-0,4
Stórhöfði 2,8 0,8 33 143 0,1
Hveravellir -4,9 1,1 20 55 -0,3
Árnes 0,0 1,0 30 140 -0,1
Meðalhiti og vik (°C) í febrúar 2019
Hiti í mánuðinum var tvískiptur. Í byrjun mánaðar var mjög kalt á meðan hlýindi einkenndu síðari hlutann. Að tiltölu var hlýjast við suðurströndina, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,7 stig í Skaftafelli. Að tiltölu var kaldast inn til landsins norðaustanlands, neikvætt hitavik var mest í Möðrudal, - 1,6 stig.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í febrúar miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 3,8 stig í Surtsey en lægstur -6,3 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,8 stig í Svartárkoti.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,2 stig á Skjaldþingsstöðum þ. 23. Mesta frost í mánuðinum mældist -29,3 stig í Svartárkoti þ. 3. 

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 72,9 sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990. Febrúar var úrkomusamur á Akureyri, úrkoman mældist 78,1 mm, sem er 84% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 49,0 mm.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 15, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga mánaðarins, fimm fleiri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 17, fimm fleiri en að meðaltali 1971 til 2000. Alhvítt var 25 daga á Akureyri sem er 6 fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 74,0 sem er 22,1 stundum fleiri en í meðallagi í janúar. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 40,2, sem er 4 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Meðalvindhraði á landsvísu var um 0,4 m/s yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrstu tíu daga mánaðarins en eftir það urðu suðlægar áttir tíðari. Mikið hvassviðri gekk yfir landið dagana 25. og 26. febrúar.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1000,1 hPa sem er 2,5 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1022,8 hPa á Höfn í Hornafirði þ. 25. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 972,6 hPa á Keflavíkurflugvelli þ. 12.

Fyrstu tveir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík var 0,7 stig sem er 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 33. til 34. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna tveggja -1,0 stig. Það er 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 49. sæti á lista 139 ára. Úrkoma hefur verið um 20% umfram meðallag í Reykjavík, en 50% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir febrúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í febrúar 2019 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu


 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-februar-2019


Áhugaverðar mælingar frá nýrri veðurstöð

Í froststillunni í lok janúar og byrjun febrúar 2019 mældist mun meira frost á Veðurstöðinni Víðidal en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu

11.2.2019
Í lok ársins 2018 bættist við ný veðurstöð á höfuðborgarsvæðinu , Víðidalur. Bæta á við fimm nýjum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu fyrir lok ársins 2019 og er Víðidalur sú fyrsta í röðinni. Víðidalur var ekki lengi að koma sér á kortið, en í frostkaflanum 26. janúar til 4. febrúar s.l. mældist töluvert meira frost þar en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Veðurstöðin Víðidalur, í bakgrunni er  Fella- og Hólahverfi.
Veðurstöðin Víðidalur fyrir miðri mynd, í bakgrunni er  Fella- og Hólahverfi. Veðurstöðin er staðsett á Víðivöllum, félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks, í Víðidal. Vel sést að byggðin stendur hærra í landi en veðurstöðin. (Ljósmynd: Jón Bjarni Friðriksson)

Mikill munur á lágmarkshita á milli veðurstöðva í mesta frostinu

Veðurstöðin í Víðidal er í 71 m hæð yfir sjávarmáli en dalurinn er mjög flatur og liggur lægra en byggðin í kring. Í næsta nágrenni, í 2,5 km fjarlægð, er veðurstöð Vegagerðarinnar við Arnarnesveg. Sú veðurstöð er í 116 m hæð yfir sjávarmáli, ofan á hljóðmön við austurenda golfvallar Garðabæjar. Í froststillum í lok janúar og byrjun febrúar mældist mikið frost á veðurstöðinni Víðidal. Frost mældist yfir 20 stig aðfararnótt 31. janúar sem og að morgni 2. febrúar, en þá mældist rétt fyrir hádegisbil -21.3°C.  Við Arnarnesveg var mesta frost -14.9°C sama morgun og í veðurreit Veðurstofunnar -12.1°C. Gaman er að bera saman lágmarkshita hverjar klukkustundar á þessum þremur veðurstöðvum á öllu tímabilinu 26. janúar til 4. febrúar. Mikill munur var á lágmarkshitanum í mesta frostinu og þá var mun kaldara í Víðidal en á hinum tveimur stöðvunum. Í vægara frosti var aftur á móti lítill sem enginn munur á milli stöðvanna.
Lágmarkshiti (°C) á veðurstöðvunum Reykjavík, Víðidal og Arnarnesvegi 26. janúar til 4. febrúar 2019.  Lágmarkshiti (°C) á veðurstöðvunum Reykjavík, Víðidal og Arnarnesvegi 26. janúar til 4. febrúar 2019. 

Fjölbreytileiki hitafars á höfuðborgarsvæðinu

Ástæða þessa liggur í mismun legu stöðvanna. Segja má að bæði veðurstöðin Arnarnesvegur og Reykjavík séu á hæðum. Víðidalur er hinsvegar á flatlendi, með hærra landslagi í kring. Í froststillum myndast þar kuldapollur vegna útgeislunar frá yfirborðinu sem og að kalt loft leitar niður í lægðir í landslagi. Kalt loft hefur meiri eðlismassa en hlýtt loft og því er kaldast næst yfirborði við þessar aðstæður. Sjá fróðleiksgreinina " Næturfrost " fyrir nánari útskýringar. Um leið og hreyfir vind blandast loftið betur og dregur hratt úr frostinu.  Kuldapollar eru þekktir á fleiri stöðum á landinu, t.d. eru þeir algengir á Þingvöllum og við Mývatn að vetri til.
Lágmarkshiti (°C) á veðurstöðinni Víðidal, 26. janúar til 4. febrúar 2019. Línan er lituð eftir mesta vindhraða (m/s)
Lágmarkshiti (°C) á veðurstöðinni Víðidal, 26. janúar til 4. febrúar 2019. Línan er lituð eftir mesta vindhraða (m/s). Sjá má að þrátt fyrir að vindhraði hafi sjaldan verið mikill á þessu tímabili þá dró að jafnaði úr frosti þegar hreyfði vind og frost mældist þá samsvarandi og við Arnarnesveg og í veðurreit Veðurstofunnar.

Fjölgun veðurstöðva á höfuðborgarsvæðinu liður í að bæta þjónustu Veðurstofunnar

Með fjölgun veðurstöðva á höfuðborgarsvæðinu munu veðurmælingar sýna enn betur að veðurlag á svæðinu er jafn fjölbreytt og landslagið, hæð yfir sjávarmáli og fjarlægð frá sjó. Það verður spennandi að fylgjast áfram með mælingum í Víðidal. Líklegt er að þar verði hámarkshiti að sumarlagi nokkuð hærri en í veðurreit Veðurstofunnar, þar sem hafgolan er oft ríkjandi á sumardögum.


 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/fjolbreytileiki-hitafars-a-hofudborgarsvaedinu


Árið 2018 eitt fjögurra hlýjustu ára frá upphafi samfelldra mælinga

Meðalhiti jarðar um 1°C hlýrri en fyrir iðnbyltingu

7.2.2019
Í gær voru birtar niðurstöður frá fimm stofnunum sem meta þróun hnattræns meðalhita. Niðurstöðum ber saman um að árin 2015, 2016, 2017 og 2018 hafi verið fjögur hlýjustu árin síðan samfelldar mælingar hófust. Árið 2018 var um 1°C hlýrra en meðalhiti jarðar fyrir iðnbyltingu (með óvissu um ±0.13°C) og er fjórða hlýjasta árið.
Í fréttatilkynningu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) segir Petteri Taalas aðalritari stofnunarinnar að langtímahneigð meðalhita skipti meiru en röðun einstakra ára. Hlýnun bæði í hafi og á landi sé fordæmalaus og 20 hlýjustu árin hafi átt sér stað á síðustu 22 árum.  Hitatölur séu þó einungis hluti sögunnar, mörg þjóðríki og milljónir manna hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna öfga í veðri og veðurfari árið 2018. "Margir þessara atburða falla vel að því sem búast má við vegna loftslagsbreytinga. Þetta er sá veruleiki sem við verðum að horfast í augu við. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga  ættu að vera hnattrænt forgangsmál".

Tíðarfar í janúar 2019

Stutt yfirlit

1.2.2019

Janúar var sérlega tvískiptur. Óvenju mikil hlýindi einkenndu fyrri hluta mánaðarins, hiti var langt yfir meðallagi um land allt og snjólétt víðast hvar. Seinni hluti mánaðarins var mun kaldari og þá sérstaklega síðustu dagarnir. Töluverður snjór var víða um land, vindur hægur og nokkuð bjart í veðri.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í janúar var 0,5 stig og er það 1,0 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9 stig, 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5 stig og 0,8 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 0,5 1,0 50 149 -0,8
Stykkishólmur 0,5 1,8 37 til 39 174 -0,3
Bolungarvík -0,2 1,0 48 122 -0,8
Grímsey 0,5 1,7 37 146 -0,8
Akureyri -0,9 1,3 49 139 -0,8
Egilsstaðir -0,9 1,5 24 65 -0,7
Dalatangi 1,5 1,2 33 81 -0,7
Teigarhorn 0,6 0,9 57 147 -1,0
Höfn í Hornaf. 0,8


-0,8
Stórhöfði 2,3 1,0 42 143 -0,4
Hveravellir -5,2 1,4 22 55 -0,9
Árnes -1,3 0,8 57 140 -1,1
Meðalhiti og vik (°C) í janúar 2019
Óvenju hlýtt var á landinu fram til þess 12. Þá tók við svalt veður, sérstaklega síðustu 6 daga mánaðarins. Meðalhiti mánaðarins var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 á landinu öllu en undir meðallagi síðustu tíu ára. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á suðvestanverðu landinu. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var mest -1,9 stig á Þingvöllum en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem meðalhitinn var jafn meðalhita síðustu tíu ára.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í janúar miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 3,5 stig í Surtsey en lægstur -6,5 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,4 stig í Möðrudal.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,9 stig á Dalatanga þ. 9 og er það nýtt dægurhámarkmet. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í janúar eru 19,6 stig sem mældust á Dalatanga þann 15. árið 2000. Mesta frost í mánuðinum mældist -27,5 stig í Möðrudal þ. 27.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 102,9 mm sem er 35% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 67,9 mm sem er 23% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 90,0 mm
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 18, fimm fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 10 daga mánaðarins, einum færri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 13, einum færri en að meðaltali 1971 til 2000. Alhvítt var 22 daga á Akureyri sem er jafnt meðaltalinu 1971 til 2000.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 37,4 sem er 10,5 stundum fleiri en í meðallagi í janúar. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 7,5 sem er 1 stund fleiri en í meðalári.

Vindur

Meðalvindhraði á landsvísu var um 0,6 m/s undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Sunnanáttir voru tíðar fyrri hluta mánaðar en norðanáttir þann seinni. Hvassast var á landinu þ. 9 (suðvestanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1007,1 hPa sem er 6,8 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1039,7 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ. 1. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 969,2 hPa á Eyrarbakka þ. 21.

Skjöl fyrir janúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í janúar 2019 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.

 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-januar-2019
 

Tíðarfar í desember 2018

Stutt yfirlit

2.1.2019

Óvenju hlýtt var í desember og var hiti vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Töluvert fannfergi var þó á Norðurlandi í byrjun mánaðar og mældist snjódýpt á Akureyri 105 cm þ. 3. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Austlægar áttir voru ríkjandi í desember.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í desember var 2,7 stig og er það 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 2,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,6 stig, 2,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,8 stig og 3,0 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 2,7 2,9 7 148 2,4
Stykkishólmur 1,8 2,6 15 173 1,7
Bolungarvík 2,0 2,9 8 121 2,1
Grímsey 2,2 3,1 8 145 1,5
Akureyri 0,6 2,5 22 138 1,8
Egilsstaðir 1,2 3,4 5 64 2,8
Dalatangi 3,6 3,0 6 81 1,9
Teigarhorn 2,8 2,9 8 146 2,0
Höfn í Hornaf. 3,0


2,2
Stórhöfði 3,9 2,5 9 141 2,0
Hveravellir -2,6 3,7 4 54 3,0
Árnes 1,6 3,5 6 139 3,0
Meðalhiti og vik (°C) í desember 2018
Mjög hlýtt var á landinu öllu í desember. Hitinn var vel yfir meðallagi síðustu tíu ára (sjá mynd). Að tiltölu var hlýjast inn til landsins en kaldara á annesjum norðanlands. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 3,5 stig í Möðrudal en minnst 0,9 stig á flugvellinum á Sauðárkróki.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í desember miðað við síðustu tíu ár.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 5,0 stig í Surtsey en lægstur -4,3 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, -2,2 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,7 stig á Kvískerjum þ. 24. Mesta frost í mánuðinum mældist -22,6 stig í Möðrudal þ. 4.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 82,2 mm sem er rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 66,4 mm sem er 25 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 79,3 mm.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 16, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 10 daga mánaðarins, einum færri en í meðalári.

Snjór

Alhvítt var 3 morgna í Reykjavík, 10 færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 15, fimm færri en að meðaltali sama tímabils.
Mikið fannfergi var á Akureyri í byrjun mánaðarins og mældist snjódýpt 105 cm þ. 3 sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 10,4 og er það í meðallagi. Á Akureyri mældust 0,3 sólskinsstundir sem er einnig í meðallagi.

Vindur

Vindhraði á landsvísu var 0,2 m/s undir meðallagi. Austlægar áttir voru ríkjandi í desember. Hvassast var á landinu þ. 1. (norðaustanátt), þ. 6. (austanátt) og þ. 31. (norðvestanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 998,5 hPa sem er 2,6 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1035,2 hPa á Reykjavíkurflugvelli þ. 31. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 965,8 hPa á Kirkjubæjarklaustri – Stjórnarsandi þ. 18.

Skjöl fyrir desember

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í desember 2018 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.

  https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-desember-2018

Ný veðurstöð í Víðidal

Hluti af uppbyggingu veðurstöðvakerfis fyrir höfuðborgarsvæðið

18.12.2018
Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Fylgjast má með veðurathugunum frá stöðinni hér.

5 nýjar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Nýja veðurstöðin er hluti af uppbyggingu veðurstöðvakerfis á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason forstjóri skrifuðu undir samning milli Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni í apríl á þessu ári.
Stefnt er að því að setja upp 5 nýjar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og endurnýja þær fimm sem fyrir eru. Nýjar veðurstöðvar munu meðal annars rísa á Seltjarnarnesi, í Fossvogsdal og í miðbæ Reykjavíkur. Með þessum samningi eykst umfang og gæði veðurmælinga og bætir þannig þjónustu Veðurstofunnar við íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Reiknað er með að uppbyggingu ljúki 2019.
Mastur-1
Frá uppsetningu veðurstöðvarinnar fyrr í vetur. Veðurstöðin er staðsett við reiðvöllinn í Víðidal.
DagurogArni
Það viðraði vel á Árna Snorrason, forstjóra Veðurstofunnar og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, þegar að þeir undirrituðu samninginn um upbbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni í apríl. 

 https://www.vedur.is/um-vi/frettir/ny-vedurstod-i-vididal